?

Log in

No account? Create an account
Jóhannes lærisveinn - Peð alls fagnaðar [entries|archive|friends|userinfo]
Haukr

[ userinfo | livejournal userinfo ]
[ archive | journal archive ]

Jóhannes lærisveinn [Jul. 16th, 2005|09:53 pm]
Haukr
Eins og áhugamenn um illa skrifaðar metsölubækur vita er Jóhannes, lærisveinninn sem Jesús elskaði, iðulega málaður skegglaus og fremur kvenlegur í list fyrri alda. Þetta er einnig tilfellið í íslenskri list.

Ég hef verið að lesa nýútkomna bók um íslenska myndlistarsögu, Mynd á þili eftir Þóru Kristjánsdóttur, og mæli ég með henni. Þar má skoða margar altaristöflur sem sýna síðustu kvöldmáltíðina. Jóhannes blessaður er iðulega málaður við hliðina á Jesú. Oft hallar hann sér að Jesú eða lúrir á bringu honum. Stundum situr hann jafnvel í fangi lærimeistarans. Hann er iðulega sá eini sem ekki er með skegg.

Myndin fyrir neðan er af 18. aldar altaristöflu úr Upsum í Svarfaðardal. Málarinn hét Hallgrímur Jónsson. Ívar Brynjólfsson tók ljósmyndina sem prentuð er í Mynd á þili og skannaði ég hana þaðan án sérstaks leyfis. Athugið að þessi notkun er í samræmi við íslensk lög um höfundarrétt.

linkReply

Comments:
[User Picture]From: disin
2005-07-17 10:46 am (UTC)
Pwetty boys cuddling!

Pétur er líka greinilega geðveikt afbrýðisamur - sérðu hvernig hann reiðir lyklana til höggs?
(Reply) (Thread)